Secret Solstice ekki haldin á Vífilsstaðatúni

Secret Solstice-tónlistarhátíðin verður ekki haldin í Garðabæ á næsta ári.
Secret Solstice-tónlistarhátíðin verður ekki haldin í Garðabæ á næsta ári. mbl.is/Árni Sæberg

Bæjarráð Garðabæjar hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vífilsstaðatún, þar sem fyrirhugað var að halda árlegu tónlistarhátíðina Secret Solstice á næsta ári, sé ekki heppileg staðsetning. 

Í fundargerð bæjarráðs segir að í umsögn bæði menningar- og safnanefndar og íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar komi fram að túnið sé ekki heppilegur vettvangur fyrir hátíðina. 

Í þeim umsögnum segir að það sé vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda á svæðinu, m.a. byggingu nýs leikskóla. 

Þannig tekur bæjarráð undir efni þessara umsagna og segir í fundargerð um málið að bæjarstjóra, Gunnari Einarssyni, verði falið að gera aðstandendum tónlistarhátíðarinnar viðvart um niðurstöðu málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert