Ekki hlustað á varnaðarorð um íbúðaskort

Íbúðir í byggingu eru 18% færri en á sama tíma …
Íbúðir í byggingu eru 18% færri en á sama tíma á síðasta ári. mbl.is/Sigurður Bogi

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að ef yfirvöld hefðu hlustað á ítrekuð varnaðarorð SI í gegnum tíðina hvað varðar skort á framboði á íbúðarhúsnæði væri þjóðfélagið ekki í þeirri stöðu sem það nú er í. „Við viljum stöðugleika á þennan markað og að uppbygging sé í samræmi við þörf. Þannig er það ekki í dag.“

Seðlabankinn ákvað í gær að setja reglur um hámark greiðslubyrðar um fasteignalán í hlutfalli við tekjur neytenda. Takmarkast hún nú við 35% en 40% fyrir fyrstu kaupendur. Tryggja á með reglunum að fólk sé ekki að taka of mikla áhættu í sínum fasteignakaupum.

Ingólfur bendir á að áframhaldandi ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á húsnæði ýti verðinu upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert