Um 50 grindhvali rak á land á Ströndum

Um 50 grindhvali hefur rekið á land í Melavík í Árneshreppi á Ströndum í dag.

Björn Axel Guðbjörnsson segir í samtali við mbl.is að nokkrir hvalir virtust vera enn á lífi en flestir höfðu drepist. „Ég held það sé ekki hægt að koma þeim út miðað við þar sem þeir eru.“

Ljósmynd/Björn Axel Guðbjörnsson

Björn segir að lögreglan hafi mætt á vettvang, tekið myndir og metið aðstæður.

Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að lögreglan sé búin að tilkynna stofnunni hvalrekann en hún hafði ekki frekari upplýsingar.

Ekki náðist í lögregluna á Vestfjörðum við vinnslu fréttarinnar.

Ljósmynd/Björn Axel Guðbjörnsson
Ljósmynd/Björn Axel Guðbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert