Dælt upp úr kjöllurum í Ólafsfirði

Ólafsfjörður í Fjallabyggð.
Ólafsfjörður í Fjallabyggð. mbl.is/Sigurður Bogi

Björgunarsveitir og slökkviliðið eru að störfum í Ólafsfirði, meðal annars við að dæla upp úr kjöllurum, vegna mikilla rigninga.

Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra verður staðan metin betur þegar fer að birta.

Í Útkinn, vestan við Húsavík, hafa aurskriður fallið yfir vegi og rafmagn farið af einhverjum bæjum.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er stödd á Akureyri til taks og fer hún í loftið í birtingu til að taka stöðuna. Björgunarsveitir eru einnig til taks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert