Greinir á um skjálftana

Upptök skjálftanna eru skammt frá Keili.
Upptök skjálftanna eru skammt frá Keili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þeir bara lulla áfram“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftana á Reykjanesskaga.

Rétt fyrir klukkan átta í morgun voru komnir um 200 skjálftar frá miðnætti, að sögn Sigþrúðar.

Um hálfníuleytið í gærkvöldi mældist skjálfti sem var um þrír að stærð. „Þannig að þetta heldur áfram af svipuðum krafti og hefur verið,“ segir Sigþrúður og bendir á að stundum sé mínúta á milli skjálfta en stundum aðeins meira. Þá séu þeir enn á 5-6 km dýpi líkt og verið hefur. 

Sigþrúður segir enn ekki hægt að segja til um hvað skjálftarnir gætu táknað. 

„Menn greinir á um það eins og er. Hvort þetta séu bara hreyfingar í sprungum eða kvika á ferðinni, menn eru ekki sammála,“ segir Sigþrúður. 

Jarðskjálfta­hrina hófst á Reykja­nesskaga 27. sept­em­ber og eru upp­tök skjálft­anna skammt frá Keili. Skjálft­arn­ir finn­ast víða á Reykja­nesskag­an­um og á suðvest­ur­horn­inu.

mbl.is