Hvað virkar í ferðaþjónustu?

Rósbjörg Jónsdóttir.
Rósbjörg Jónsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Heimsfaraldurinn Covid-19 hefur leikið margan grátt en enga atvinnugrein jafn illa og ferðaþjónustu,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir, einn af forsvarsmönnum alþjóðlegu ráðstefnunnar What Works sem haldin verður 14. október nk. í fimmta sinn, nú í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.

Að þessu sinni er kastljósinu beint að einni atvinnugrein, ferðaþjónustunni og því sem er að gerast í greininni víðsvegar um heim.

„Áhrif heimsfaraldursins hafa varpað skýru ljósi á að ferðaþjónustan er ekki einungis mikilvæg í efnahagslegu tilliti, heldur er hún drifkraftur framfara víðsvegar um heim. Ráðstefnan er á vegum Social Progress Imperative-stofnunarinnar (SPI) og fyrirtækisins Cognitio, fulltrúa hennar hér á landi.

Í ár verður ráðstefnan haldin í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og af þeim sökum er sjónum beint að ferðaþjónustunni. Fjöldi stuðningsaðila kemur að ráðstefnunni. Má þar helst nefna forsætisráðuneytið, World Travel and Tourism Council, Ferðamálastofu, Icelandair, Landsbankann, Markaðsstofu Reykjaness, Háskóla Íslands, Kadeco, Landsvirkjun, Viðskiptaráð og Iceland Monitor.

Það sem virkar

Líkt og áður verður á ráðstefnunni horft til þeirra þátta sem virka þegar samfélög eru byggð upp og „hvernig er hægt að skapa fólki tækifæri til að lifa því lífi sem það kýs að lifa“, að sögn Rósbjargar. „Hvaða áhrif hefur ferðaþjónustan á félagslegar framfarir? Hún hefur meðal annars umtalsverð áhrif á uppbyggingu innviða, skapar tækifæri fyrir alla, þar sem fjölbreytileikinn er til staðar og er atvinnuskapandi,“ segir Rósbjörg og bætir við: „Ferðaþjónustan er og verður drifkraftur, drifin áfram af fólki fyrir fólk sem sækist eftir einstakri upplifun og framúrskarandi þjónustu. Það er því mikilvægt að ígrunda hvernig framkvæma má slíka upplifun með þætti sjálfbærni að leiðarljósi.“

What Works Tourism-ráðstefnan mun horfa á áhrif ferðaþjónustunnar í alþjóðlegu samhengi þar sem verða fyrirlestrar, samtöl sérfræðinga og vinnustofur. Lagðar verða fram tillögur að úrlausnum og leiðum til árangurs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »