44 greindust innanlands – 17 óbólusettir

Bólusett við kórónuveirunni í júní síðastliðnum.
Bólusett við kórónuveirunni í júní síðastliðnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

44 greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn. 26 voru í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á Covid.is. Af þeim sem greindust voru 27 fullbólusettir en 17 óbólusettir. 363 eru núna í einangrun, sem er fjölgun um tvo frá því í gær. 2.074 eru í sóttkví, sem eru 105 fleiri en í gær. 

Á meðal þeirra sem eru í einangrun eru 108 börn á aldrinum 6 til 12 ára. Næstflestir sem eru í einangrun eru á aldrinum 30 til 39 ára, eða 73 talsins. 

Níu eru á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. 

104 í einangrun fyrir norðan

Fjórir greindust á landamærunum og er beðið eftir mótefnamælingu í öllum tilvikunum. 

Tekið var 3.051 sýni, þar af 1.463 hjá fólki sem fann fyrir einkennum. 

Alls eru 104 komnir í einangrun á Norðurlandi eystra, sem er fjölgun um 14 á milli daga. Á höfuðborgarsvæðinu er 181 í einangrun. 

mbl.is