Ákærður fyrir frelsissviptingu og nauðgun

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært mann fyrir nauðgun og frelsissviptingu með því að hafa í janúar árið 2019 boðið konu í íbúð sína og svo varnað henni að komast út úr íbúðinni, svipt hana frelsi sínu og beitt hana kynferðisofbeldi.

Í ákæru málsins kemur fram að maðurinn hafi svipt hana frelsi sínu í allt að þrjár klukkustundir og á þeim tíma meðal annars tvívegis borið konuna inn í svefnherbergi þar sem hann skellti henni á rúm, settist á hana og braut á konunni, meðal annars með að stinga fingrum í leggöng hennar.

Farið er fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar, en auk þess fer konan fram á að maðurinn greiði henni fjórar milljónir í miskabætur.

mbl.is