Fólk tryggi lausamuni utandyra

Rok og trampolín fara ekki vel saman.
Rok og trampolín fara ekki vel saman. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gul veðurviðvörun er í gildi víðast hvar á landinu í dag og mikilvægt að íbúar á þeim svæðum þar sem veðrið er hvað verst tryggi lausamuni utandyra. Þetta segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

„Það er búið að ganga í austanstorm með suðurströndinni, þá undir Eyjafjöllum og í Öræfum og það verður vindur á bilinu 18-25 metrar á sekúndu.

Gengið hefur í austanstorm með suðurströndinni.
Gengið hefur í austanstorm með suðurströndinni. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurhorfur á hálendinu ekki góðar

Annars staðar á landinu verði vindur hægari fram eftir degi eða á bilinu 10-15 metrar á sekúndu. Síðdegis í dag eða í kvöld eigi svo einnig að hvessa á Vestfjörðum, að sögn Daníels.

„Aðrir landshlutar sleppa í raun mun betur.“

Þá séu veðurhorfur á hálendinu ekki góðar og því mikilvægt fyrir þá sem hyggjast ferðast milli landshluta að fylgjast vel með veðurspánni.

Í hugleiðingum veðurfræðings eru ökumenn hvattir til að aka var­lega, einkum ef öku­tæk­in eru viðkvæm fyr­ir vind­um.

Enn sem komið er hefur engum vegum verið lokað vegna veðurs í dag, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert