Rútuslys á þjóðveginum við Dyrhólaey

Frá vettvangi. Rútan er lítil og hvít, og sést til …
Frá vettvangi. Rútan er lítil og hvít, og sést til vinstri á myndinni. mbl.is/Jónas Erlendsson

Rútuslys varð á þjóðvegi 1 í grennd við Dyrhólaey á ellefta tímanum í morgun. Átta voru um borð í rútunni og eru einhverjir þeirra slasaðir.

Að sögn fréttaritara mbl.is á vettvangi lítur ekki út fyrir að rútunni hafi hvolft, en hún liggur á hjólunum skammt frá veginum, spölkorn vestur af afleggjaranum að bænum Skeiðflöt.

Frá vettvangi í Mýrdal.
Frá vettvangi í Mýrdal. mbl.is/Jónas Erlendsson

Samhæfingarstöð virkjuð

Tilkynning um slysið barst Neyðarlínunni klukkan 10.32. Hefur hópslysaáætlun verið virkjuð og eru viðbragðsaðilar á leið á vettvang.

Þá hafa aðgerðastjórn fyrir Suðurland og samhæfingarstöð í Skógarhlíð verið virkjaðar.

Slysið varð vestur af bænum Skeiðflöt.
Slysið varð vestur af bænum Skeiðflöt. Kort/map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert