Stormur í vændum – allt að 35 metrar á sekúndu

Fólk er hvatt til að tryggja lausamuni. Hér hefur trampólín …
Fólk er hvatt til að tryggja lausamuni. Hér hefur trampólín fokið. mbl.is/Þorsteinn

Stormur verður sums staðar á Suðurlandi í dag og víða verður talsverð rigning um tíma, einkum suðaustanlands. „Gular veðurviðvaranir vegna vinds eru í gidi á sunnanverðu landinu og síðar einnig á Vestfjörðum og vindhviður kringum 35 m/s mælast við fjöll,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Gular viðvaranir taka gildi víða um land í dag.
Gular viðvaranir taka gildi víða um land í dag.

Hann hvetur ökumenn til að aka varlega, einkum ef ökutækin eru viðkvæm fyrir vindum.

„Einnig þarf að huga að og tryggja lausa hluti utandyra, sem gætu fokið. Snýst í hægari suðlæga átt og rofar til í nótt, fremur hæg suðaustlæg átt og rigning með köflum á morgun, en allhvöss eða hvöss norðaustanátt á Vestfjörðum. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast syðst.“

Slökkviliðið minnir fólk á að hreinsa frá niðurföllum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu minnir á lægðina sem von er á í dag á Facebook-síðu sinni. 

„Göngum vel frá þeim hlutum sem geta farið á flug og hreinsum frá niðurföllum þannig vatn eigi greiða leið um niðurföllin,“ segir í færslunni.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert