Segir mótið stærsta viðburð Íslandssögunnar

Laugardalshöllin er nær óþekkjanleg. Þar fer nú fram heimsmeistaramótið í …
Laugardalshöllin er nær óþekkjanleg. Þar fer nú fram heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends og er gert ráð fyrir að hundruð milljóna manna um allan heim fylgist með. Ljósmynd/Riot Games

Gríðarleg tækifæri eru fyrir Ísland á hinum sístækkandi markaði rafíþrótta. Um þessar mundir fer fram heimsmeistaramót í tölvuleiknum League of Legends í Laugardalshöll, sem ráðgert er að hundruð milljóna manna munu fylgjast með um allan heim.

Eins og sést á myndinni að ofan er Laugardalshöllin nær óþekkjanleg fyrir vikið.

„Það sem hefur verið gefið út er að þetta séu um 100 milljónir svokallaðra tenginga inn á úrslitaviðureignina. Það er erfitt að vita hvað eru margir á bakvið öll þau merki,“ segir Ólafur
Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasambands Íslands, og bætir við að margir geti safnast saman til þess að horfa á mótið í gegnum eitt streymi.

Þótt það geti komið Íslendingum spánskt fyrir sjónir safnast rafíþróttaáhugamenn, t.d. í Asíu, gjarnan saman í partýjum til þess að horfa á heimsmeistaramótið, rétt eins og Íslendingar gera þegar Eurovision eða heimsmeistaramótið í knattspyrnu er á dagskrá.

Ólafur Hrafn Steinarsson, Formaður Rafíþróttasamtaka Íslands.
Ólafur Hrafn Steinarsson, Formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. mbl.is/Hari

Dauðafæri fyrir Ísland

„Við getum gengið út frá því að á meðan mótið er í gangi séu, á hverri stundu, tugir milljóna um allan heim að mæta í einhver partý til þess að fylgjast með einhverju sem er að gerast í einhverri handboltahöll í Laugardalnum,“ segir Ólafur og fullyrðir að mótið sé stærsti viðburður sem haldin hefur verið á Íslandi fyrr og síðar.

„Ég sé ekki annað en að við getum grætt á því að festa okkur í sessi sem áfangastaður í þessu. Þetta er algjör hvalreki fyrir okkur að fá þetta,“ segir Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri geiningar hjá Íslandsbanka, við Morgunblaðið.

Hann segir einnig að rafíþróttir séu komnar fram úr hjólreiðum, tennis og Formúlu 1 hvað
tekjur og verðlaunafé varðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert