Sum eru varla fjárhagslega sjálfbær

Frá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í gær.
Frá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveitarfélög sem eru með mikil útgjöld vegna þjónustu við fatlað fólk eru varla fjárhagslega sjálfbær, nema til komi aukið fjármagn frá ríkinu. Þetta kom fram í máli Sigurðar Á. Snævars, sviðstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnu sambandsins í gær, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Vitnaði hann til rannsóknar Analytica á fjárhagslegri sjálfbærni sveitarfélaga sem kynnt verður innan tíðar en Sigurður sagði að málefni fatlaðs fólks væru líklega ein stærsta áskorun sveitarfélaga.

Fram kom á ráðstefnunni í gær að sveitarstjórnarfólk hefur verulegar áhyggjur af auknum launakostnaði sveitarfélaga. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar sambandsins, sagði líkur benda til að á yfirstandandi ári muni fjárhagsstaða sveitarfélaga versna frá fyrra ári, m.a. vegna aukinna launaútgjalda sem virðist vera langt umfram tekjuaukningu vegna útsvars.

Sigurður sagði hratt vaxandi launakostnað sannarlega vera eina helstu ógnina í fjármálum sveitarfélaga. „Við sjáum líka að launahækkanir hafa verið miklu meiri hjá sveitarfélögum en á almenna markaðnum og jafnvel hjá ríkinu. Það á sérstaklega við árið í ár,“ sagði hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert