Tæplega tíu þúsund skjálftar á tveimur vikum

Um tíu þúsund skjálftar hafa mælst við Keili.
Um tíu þúsund skjálftar hafa mælst við Keili. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, hafa tæplega tíu þúsund skjálftar mælst síðan skjálftahrinan hófst við Keili 27. september, þar af hafa 18 mælst yfir þrír að stærð.

Í samtali við mbl.is segir Elísabet að um 450 skjálftar hafi mælst frá miðnætti. Hefur skjálftavirknin minnkað síðustu daga en hún var um 1.500 skjálftar á dag 6. október. 

„Þetta hefur farið svolítið upp og niður.“

Hún segir að enginn órói mælist. „Þetta heldur bara áfram að lulla, við getum ekki spáð fyrir um hvað gerist næst.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert