Fella niður óvissustig í Útkinn

Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að fella niður óvissustig í Útkinn í Þingeyjarsveit.

Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands telur ekki ástæðu til viðbúnaðar vegna skriðuhættu á svæðinu og er góð veðurspá næstu daga. Enn er hreinsunarstarfi ekki lokið. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 

mbl.is