Heimiliskötturinn liggur undir grun

„Þetta kennir okkur að leggja aldrei neitt ofan á eldavélina,“ …
„Þetta kennir okkur að leggja aldrei neitt ofan á eldavélina,“ segir í færslunni. Ljósmynd/mbl.is

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst ósk um reyklosun í austurborg Reykjavíkur í nótt þar sem kviknað hafði í einhverju sem lá á eldavél á heimili ungra hjóna að því er kemur fram í færslu slökkviliðsins á Facebook. 

Þar segir að heimiliskötturinn liggi undir grun um að hafa kveikt á eldavélinni. „Þetta kennir okkur að leggja aldrei neitt ofan á eldavélina,“ segir í færslunni. 

Fram kemur að slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti 101 sjúkraflutningi síðastliðinn sólarhring, þar af 24 forgangsverkefnum og átta vegna Covid-19. 

mbl.is