Samfylking úti í móa – Viðreisn vonbrigði

Brynjar Níelsson, sem féll af þingi í nýafstöðnum kosningum til Alþingis, gerir upp sviðið og tæplega áratug á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann ræðir kynni sín af þeim stjórnmálaflokkum sem hann hefur átt í samstarfi við. 

Skemmst er frá því að segja að Brynjar er steinhissa á hvernig Samfylking hefur misst fótanna og lent úti í móa eins og hann orðar það. Viðreisn er að hans mati vonbrigði en Flokkur fólksins varla flokkur. Brynjar lætur gamminn geisa í Dagmálaþætti dagsins í samtali við Eggert Skúlason. Hann ræðir þá skoðun margra að persónukjör væri eftirsóknavert. Því er Brynjar algerlega ósammála og telur að 63 eins manns flokkar á Alþingi væru algert glapræði.

Brynjar segist vera búinn að jafna sig á því að vera ekki lengur einn af þingmönnum þjóðarinnar. Hann jafnaði sig á því strax um morguninn þegar kosninganótt var liðin og úrslit lágu fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert