Erna verður eftir í Miðflokknum

Birgir Þórarinsson, fráfarandi þingmaður þingflokks Miðflokksins, og Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður …
Birgir Þórarinsson, fráfarandi þingmaður þingflokks Miðflokksins, og Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður þingflokks Miðflokksins. Samsett mynd

Erna Bjarnadóttir mun ekki fylgja vistaskiptum Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokkinn.

Þetta kom fram í viðtali við Ernu í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Spurð hvort hún ætli yfir í Sjálfstæðisflokkinn svarar Erna því neitandi. „Ég er ekki skráð í Sjálfstæðisflokkinn og er ekki á leiðinni þangað.“

Erna kveðst ekki ósátt við ákvörðun Birgis og vill hún ekki bæta við umræðu fjölmiðla. 

Furðar hún sig á þeim áhuga sem hún hefur hlotið vegna vistaskipta Birgis enda hafa varaþingmenn annarra þingmanna sem skipt hafa um flokk á miðju kjörtímabili ekki verið jafn eftirsóttir af fjölmiðlum. 

mbl.is