Grindhvalshræ dregin á flot

Skipverjar um borð í varðskipinu Þór vinna nú að því að draga hræ grindhvalanna sem strönduðu í Melavík á Ströndum í síðustu viku. Um fimmtíu grindhvali hafði rekið á land í víkinni í Árneshreppi. 

Varðskipið kom á tíunda tímanum í morgun í Trékyllisvík og lagði rétt fyrir utan Melavíkina til að freista þess að draga hvalshræin út, sem rak að landi aðfaranótt laugardagsins 2. október. 

Menn á varðskipinu draga hvalina á flot á tveimur bátum en hvalirnir eru þungir í sandinum og grjótinu og bátarnir verða að kippa í þá nokkrum sinnum þar til þeir komast á flot.

Sigla með hræin út fyrir sjávarfallsstrauma

Eftir nokkrar tilraunir var gripið til þess ráðs að sækja traktor til að koma dýrunum í flæðarmálið og þá gekk allt betur. Síðan eru hræin dregin út í Þór og hífðir upp á dekk. 

Fjölmargir heimamenn og aðrir aðstoða nú áhöfnina á varðskipinu við aðgerðir. 

Draga þarf hvalshræ víðar annars, líkt og við Árnes og Finnbogastaði og einnig er eitt í Ávíkurá.

Þór mun síðan sigla með hvalina út fyrir sjávarfallsstrauma þegar allt er komið um borð. Það er rétt svo að þessari vinnu ljúki fyrir myrkur í kvöld.

Hræin eru dregin í flæðarmálið og svo dregur varðskipið þau …
Hræin eru dregin í flæðarmálið og svo dregur varðskipið þau á haf út. mbl.is/Jón Guðbjörn Guðjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert