Sveinn Hjörtur segir sig úr Miðflokknum

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson.
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson. Ljósmynd/Aðsend

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, greindi frá því á facebook-síðu sinni í dag að hann hefði sagt sig úr flokknum. 

Sveinn segist hafa sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum og sæti sínu sem varaborgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, en hann var þriðji á lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum 2018. 

„Þessum kafla lífs míns er hér með lokið. Er ekki á leið í aðra flokka, ef einhver ætti það að vera yrði það HLH-flokkurinn,“ skrifar Sveinn.

Þá segir hann að margar ástæður séu fyrir úrsögninni en að hann hafi ákveðið að hafa þær fyrir sig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert