Tilkynnt um hnífstungu í Garðabæ

Tilkynnt var um hnífstungu í Garðabæ í dag, að því er segir í dagbók lögreglu. Kemur fram að erlendir aðilar hafi verið að deila. Enn hefur verið handtekinn vegna málsins og var sá vistaður í fangaklefa. 

Þá var einnig tilkynnt um ógnandi aðila gagnvart öðrum í hverfi 104. Aðilanum var veitt tiltal af lögreglu. 

Nokkur slys urðu í dag. Tilkynnt var um mann sem féll fimm metra niður úr tré en ekki er vitað um meiðsli hans. Þá var einnig tilkynnt um vinnuslys í hverfi 200 en sá slasaðist á fæti. Umferðarslys varð í hverfi 111 en meiðsli voru óveruleg. 

mbl.is