Dælubíll komst ekki að vegna lagðra bíla

Dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu komast oft ekki að vegna bíla.
Dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu komast oft ekki að vegna bíla. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu birti í morgun mynd frá vettvangi útkalls frá því í síðustu viku þar sem dælubíll komst ekki að slökkvistað vegna þess að bílum var lagt báðum megin við götuna og gatan því of þröng fyrir dælubílinn. 

Í samtali við mbl.is segir vakthafandi varðstjóri að slíkt komi reglulega fyrir og færslunni, sem birtist á facebook-síðu slökkviliðsins, ætlað að minna fólk á að slíkt getur komið upp og fólk beðið um að bregðast við og sýna tillit. 

Sjúkrabílar á höfuðborgarsvæðinu fóru í 135 útköll á síðastliðnum sólarhring, af þeim voru tólf vegna Covid-19-smitaðra. Þá hafa æfingar slökkviliðs- og sjúkraflutningafólks farið fram að undanförnu ásamt árlegu þrekprófi. 

mbl.is