Krefjast þess að miðálma Fossvogsskóla verði rifin

Foreldrar allra árganga í Fossvogsskóla hafa sett fram kröfur sínar á hendur borgarstjóra vegna húsnæðismála skólans. Kröfurnar voru bornar upp á fundi 12. október. 

Meðal þeirra er að miðálma skólans, þar sem illviðráðanlegur raki er og myglugró hafa myndast, verði rifin. Þá er þess krafist að upplýsingagjöf til foreldra og starfsmanna verði bætt og hún sögð verulega ábótavön. 

Fossvogsskóla sækja börn frá fyrsta bekk til sjöunda bekkjar. Eins og greint hefur verið frá á mbl.is og í Morgunblaðinu, hafa húsnæðismál skólans verið í uppnámi frá því árinu 2019. 

Þá er þess krafist að kennsla fyrir öll börn í Fossvogsskóla muni fara fram í Fossvoginum í síðasta lagi frá upphafi skólaárs 2022, að erindi frá 6. september um hvers vegna hróflað hafi verið til asbesti í skólanum árið 2019 án forathugunar, að starfsfólki umhverfis- og skipulagssviðs og ráðgjöfum Verkís sem „ítrekað hafi brugðist börnunum“ undanfarin ár verði skipt út. 

Foreldrar krefjast þess einnig að ekki veði gengið skemur í endurbótum á skólanum heldur en ráðleggingar EFLU kalla á, að foreldrar eigi fulltrúa í skipulags- og framkvæmdahóp verkefnisins og að auknir fjármunir og mönnun verði tryggð inn í skólastarfið án tafar. 

mbl.is