Léttskýjað á landinu í dag

Vestlægri átt er spáð í dag.
Vestlægri átt er spáð í dag. Kort/mbl.is

Spáð er vestlægri átt í dag, 5 til 13 metrum á sekúndu og léttir til. Vaxandi suðvestanátt verður á norðanverðu landinu síðdegis, 13-20 metrar á sekúndu í kvöld og dálítil væta vestanlands í nótt.

Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig

Í fyrramálið verða vestan 8 til 15 metrar á sekúndu en síðar hægari vindur. Víða verða skúrir en þurrt suðaustan til. Hiti verður á bilinu 4 til 10 stig. Él verða fyrir norðan annað kvöld og norðaustan 10-15 m/s norðvestanlands. Kólnandi veður.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is