Möguleikar til fjölgunar rýma

Íbúar Seljahlíðar og starfsfólk í þríeykisgöngu.
Íbúar Seljahlíðar og starfsfólk í þríeykisgöngu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það hefur verið leitað eftir því hvort það séu möguleikar á hjúkrunarheimilum hér og þar að taka við fleirum. Það eru mjög misjafnar aðstæður til að gera það,“ sagði Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhíðar í Borgarnesi og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). „Okkar viðbrögð hafa verið að spyrja hvort það sé raunverulegur vilji til að stíga skref aftur á bak. Það hefur náðst verulegur árangur á hjúkrunarheimilunum í að bæta aðbúnað heimilismanna, þökk sé stefnu stjórnvalda. Með því að fjölga tvíbýlum á ný væri verið að stíga skref til baka, að okkar mati, og rýra búsetugæði heimilismanna hjá okkur.“

Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhíðar í Borgarnesi og formaður Samtaka …
Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhíðar í Borgarnesi og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV).


Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna og fyrrverandi formaður SFV, sagði í aðsendri grein í Morgunblaðinu á þriðjudaginn var að þeim hefði borist fyrirspurn frá stjórnvöldum um hvort hægt væri að fjölga rúmum í einstaklingsherbergjum Grundar svo þar dveldu tveir heimilismenn í stað eins. Með því átti að létta á erfiðri stöðu Landspítalans. Gísli Páll sagði að með slíkri ráðstöfun væri hoppað áratugi aftur í tímann.

Björn Bjarki sagði að í Brákarhlíð væru nokkur biðrými fyrir fólk sem ekki er komið með varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Þar er fólk oft á tíðum í tvíbýli. Markmiðið er að fólk sem fær varanlega búsetu flytji strax eða í það minnsta fljótlega í einbýli. Í gær voru fjórir í biðrýmunum og er hjúkrunarheimilið í góðri samvinnu við Landspítalann, að sögn Björns Bjarka.

Tækifæri til fjölgunar rýma

Sóltún öldrunarþjónusta bauðst fyrir ári til þess að reka Oddsson-hótelið við Grensásveg sem hjúkrunarþjónustu fyrir aldraða til að létta á Landspítalanum. Sú aðstaða gat nýst allt að 77 einstaklingum. Um sama leyti kom fram að fyrirtækið Heilsuvernd kvaðst geta tekið við 100 sjúklingum frá Landspítala. Að því er Björn Bjarki vissi best hafði hið opinbera ekki tekið þessum tilboðum.

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu sendu fjárlaganefnd Alþingis minnisblað 21. maí 2019 um möguleg viðbótarrými á hjúkrunarheimilum. Þar kom fram að þá hefði verið hægt að fjölga hjúkrunarrýmum á hjúkrunarheimilunum á landinu öllu um að minnsta kosti 94-96 rými væri vilji til þess. Að auki var hægt að bæta við um 13 rýmum með litlum tilkostnaði. Þá vildu rekstraraðilar minnst sex hjúkrunarheimila byggja við eða breyta húsnæði sínu þannig að um 95 ný rými gætu orðið til. Ekki var brugðist við neinni þessara ábendinga, að sögn Björns Bjarka. Tækifærin eru enn til staðar.

Nú er unnið að byggingu nýs 60 rýma hjúkrunarheimilis á Selfossi. Áætlað er að verkinu ljúki sumarið 2022.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »