Gríðarleg umferðarteppa í Ártúnsbrekku

Miklar umferðatafir eru í Ártúnsbrekku en samkvæmt heimildum mbl.is var …
Miklar umferðatafir eru í Ártúnsbrekku en samkvæmt heimildum mbl.is var bíll stopp á miðri götu og lögreglubílar á vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil örtröð myndaðist í Ártúnsbrekku á þriðja tímanum í dag þegar bíll var stopp á miðri götu umkringdur lögreglubílum.

Blaðamaður mbl.is var á vettvangi og lýsti aðstæðum. Að sögn hans var rosaleg stappa í allar áttir og sat umferðin föst í næstum hálftíma.

Lögreglan og bíllinn eru nú farin og hefur aðeins losnað um umferðarteppuna. Umferðin gengur þó enn hægt.

Ekki hefur náðst í lögregluna til að fá útskýringar á atvikinu.

mbl.is