Heppinn Þjóðverji vann tæpa fimm milljarða

Eurojackpot.
Eurojackpot.

Miðaeigandi í Hannover í Þýskalandi datt í lukkupottinn í kvöld þegar hann var einn með allar tölur réttar í EuroJackpot. Viðkomandi fær rétt tæpa fimm milljarða króna fyrir vikið. 

Þrír skiptu með sér öðrum vinningi í útdrætti kvöldsins og fær hver þeirra um 104 milljónir króna. Einn miðanna var keyptur á Ítalíu, einn í Þýskalandi og einn í Ungverjalandi. Þá skipta tíu með sér þriðja vinning og fær hver þeirra 11 milljónir króna. Sex miðanna voru keyptir í Þýskalandi, þrír í Danmörku og einn á Spáni. 

73 skipta með sér fjórða vinning, þar af einn Íslendingur. Fær hver þeirra um 500 þúsund krónur í sinn hlut.

Heildarfjöldi vinningshafa á Íslandi var 4.594.

mbl.is