Ný viðbygging Gamla Garðs vígð

Ný viðbygging Gamla Garðs, elsta stúdentagarðs Félagsstofnunar stúdenta, var vígð í gær. Vígsluathöfnin fór fram í nýjum samkomusal Gamla Garðs, sem hefur fengið heitið Stúdentabúð.

Þar afhjúpuðu Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs HÍ, og Björn Bjarnason, forseti SHÍ þegar Félagsstofnun stúdenta var stofnuð árið 1968, listaverkið „Góða nótt ferðalangur“ eftir Helga Þórsson myndlistarmann, útfært af Rúnu Kristinsdóttur, sem tileinkað er hagsmunabaráttu stúdenta í 100 ár.

Auk þeirra Isabel og Björns fluttu Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri FS, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson háskólarektor ávörp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert