Skáluðu í bleiku freyðivíni í tilefni dagsins

Stefán Svan og Dúsa voru í góðu stuði á Laugaveginum …
Stefán Svan og Dúsa voru í góðu stuði á Laugaveginum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Það var mikil stemning í Stefánsbúð/p3 við Laugaveg í kvöld vegna Bleika dagsins. Verslunarfólkið Stefán Svan og Dúsa tók vel á móti gestum og skáluðu við þá í bleiku freyðivíni í tilefni dagsins. 

Bleiki bolurinn var að sjálfsögðu til sölu í búðinni en hann var hannaður í samstarfi við Lindu Loeskow. Þau Stefán Svan og Dúsa klæddust að sjálfsögðu bolunum góðu og tóku sig vel út.

Bleika deginum var fagnað um allt land í dag og mátti sjá bleikklædd börn og ungmenni í skólum, bleikt þema var á mörgum vinnustöðum og bakarar landsins buðu upp á bleikar kökur og snúða. Margir birtu myndir á samfélagsmiðlum og merktu þær #bleikaslaufan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert