Hafa tekið 1.500 sýni í Hörpu

Samtals hafa um 1.500 hraðpróf verið framkvæmd í Hörpu síðustu …
Samtals hafa um 1.500 hraðpróf verið framkvæmd í Hörpu síðustu daga. mbl.is/Gunnlaugur

Alls hafa verið greind um 1.500 sýni í Hörpu í gegnum hraðpróf. Þetta fékkst upplýst á sýnatökustað í dag. 

Krafist er af öllum sem sækja Arctic Circle að framvísa neikvæðum niðurstöðum úr covid-prófi áður en þeim er hleypt í fundarsali.

Síðasti dagur ráðstefnunnar er í dag og lýkur sýnatöku klukkan eitt. Alls hafa fimm starfsmenn sinnt sýnatöku frá því á fimmtudag.

Fimm manna teymi hefur séð um prófin.
Fimm manna teymi hefur séð um prófin. mbl.is/Gunnlaugur

Fundahöld og málstofur munu halda áfram að fara fram til hálf sjö í kvöld en þá hefst lokahóf Arctic Circle sem haldið er af sveitarfélaginu Sermersooq á Grænlandi. Samtals sækja ráðstefnuna um 1.300 manns.

mbl.is