Vill stíga frekari skref til afléttinga

„Það hefur sýnt sig undanfarna tvo mánuði síðan þessar takmarkanir …
„Það hefur sýnt sig undanfarna tvo mánuði síðan þessar takmarkanir voru settar á að bólusetningin er að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur rétt að stíga frekari skref til afléttinga á sóttvarnatakmörkunum en telur skynsamlegt að viðhalda þeim á landamærunum.

Þetta segir hún í samtali við mbl.is.

„Við forgangsröðum alltaf afléttingu innanlands og tryggjum það að takmarkanir séu ekki umfram tilefni. Ég hef talað fyrir því að við séum varfærin og gerum ekki meira en þörf er á,“ segir Katrín og bætir við:

„Ég held að það sé mjög skynsamlegt að viðhalda ráðstöfunum á landamærunum enda voru þær settar á til þess að geta brugðist hratt við til dæmis nýjum afbrigðum.“

Bólusetningar breyttu hugmyndafræðinni

Hún segir að þegar var ákveðið að setja á takmarkanir í sumar var tekin upp sú hugmyndafræði um temprun í stað niðurbælingar.

„Það er að segja við myndun ekki stefna að því lengur að bæla niður veiruna með öllu heldur að við værum frekar að tempra fjölgun smita vegna þess að aðstæður hafa breyst vegna bólusetningar.“

„Það hefur sýnt sig undanfarna tvo mánuði síðan þessar takmarkanir voru settar á að bólusetningin er að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum,“ segir Katrín.

mbl.is

Bloggað um fréttina