Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu

Hvít jörð var í efri byggðum á höfuðborgarsvæðinu í morgun. …
Hvít jörð var í efri byggðum á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Lægra niðri var einnig hvít jörð en nokkuð minni snjór.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins vakna í morgun upp við hvíta jörð, en í nótt snjóaði og þurfa ökumenn því líklegast að sópa af rúðum bíla sinna áður en lagt er af stað. Ekki er þó víst að snjórinn haldist lengi, því spáð er hlýnandi veðri með deginum og á morgun. 

Uppsöfnuð úrkoma á mælum Veðurstofunnar í Reykjavík voru í morgun 0,8 mm, en hiti hafði aldrei farið undir frostmark í nótt. Mældist lægsta hitastigið 0,4°C klukkan 6 í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert