Káratorgi breytt

Káratorg stendur á sólríkum stað.
Káratorg stendur á sólríkum stað. Teikning/ONNO

Að undanförnu hefur verið unnið að hönnun Káratorgs sem er á mótum Frakkastígs, Njálsgötu og Kárastígs á Skólavörðuholti.

Deild borgarhönnunar hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar hefur unnið að hönnuninni ásamt ráðgjöfum Landmótunar.

„Káratorg fær nýja ásýnd sem notendavænt, fallegt og gróðursælt hverfistorg fyrir alla aldurshópa með sérstakri áherslu á yngstu börnin,“ segir í frétt frá borginni.

Káratorg var einu sinni lagt undir bílastæði en hefur verið svokallað Torg í biðstöðu-verkefni frá árinu 2014. „Í gegnum það verkefni hefur torgið sannað sig sem mikilvægt hverfistorg fyrir íbúa og gesti miðborgarinnar og hefur nýting þess aukist ár frá ári,“ segir í fréttinni.

Kaffihús, bakarí og verslanir eru þar og stutt í Hallgrímskirkju.

Verkhönnun fer fram í vetur en þá verður kafað dýpra í hönnun torgsins hvað varðar hæðarlegu, halla, lagnir, götugögn, gróður og yfirborðsefni. Við lok hennar getur framkvæmd hafist. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »