Vísar ásökunum um hræðsluáróður aftur heim

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi. Ljósmynd/Samsett

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki vita á hverju Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, byggir orð sín um tilhæfulausan hræðsluáróður.

Eins og mbl.is greindi frá um daginn birti Hildur færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún vís­ar í viðtal við Þórólf Guðna­son sótt­varna­lækni á RÚV. Í færslunni segir hún að jarðhrær­ing­ar, in­flú­ensu og RS-vírus aldrei hafa verið mál­efna­leg­ar ástæður til tak­mörk­un­ar á at­hafna­frelsi fólks og tal­ar um til­hæfu­laus­an hræðslu­áróður.

„Ég veit nú ekki á hverju hún byggir það, það er mitt hlutverk að segja frá og vara við hlutum sem geta gerst, túlka þá hluti sem eru í gangi og benda á ákveðna hluti sem gætu farið að valda okkur vandræðum, ég get ekki séð að það sé hræðsluáróður,“ segir Þórólfur í samtali við mbl.is

„Hræðsluáróður er það að maður kemur með eitthvað tilefnislaust eða fer að búa eitthvað til og þetta er ekki frá mér komið, þannig að ég vísa því nú bara aftur heim.“

„Ég held að þeir sem að tala um hræðsluáróður eru kannski ekki alveg með staðreyndir málsins á hreinu, heyrist mér oft á tíðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert