Árekstur á Miklubraut

Frá vettvangi nú á fjórða tímanum.
Frá vettvangi nú á fjórða tímanum. mbl.is/Baldur

Tveggja bíla árekstur varð á Miklubraut á fjórða tímanum að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Sjúkrabíll og slökkviliðsbíll eru á staðnum. 

Samkvæmt upplýsingum frá vaktstjóra slökkviliðsins var einn fluttur á spítala til skoðunar.

Einhverjar tafir urðu á umferð í kjölfar árekstursins.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is/Baldur
mbl.is