Gul viðvörun fyrir vestan og austan

Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun vegna veðurs er á Breiðafirði, Vestfjörðum, Austfjörðum og á Suðausturlandi.  Víða verður hvassviðri eða stormur með snörpum vindhviðum við fjöll á sunnan- og vestanverðu landinu í dag.

Aðstæðurnar eru varasamar ökutækjum sem taka á sig mikinn vind, að því er segir í athugasemdum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Í dag er spáð norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu. Rigning verður eða slydda norðan- og austanlands og dálítil él þar seinnipartinn en yfirleitt þurtt á Suður- og Vesturlandi. Hiti verður á bilnu 2 til 9 stig en kólnar smám saman í dag. Dregur úr vindi í kvöld.

Á morgun verður norðlæg átt, 10 til 18 metrar á sekúndu en lægir á vestanverðu landinu með morgninum.

Bjart verður að mestu sunnan- og vestantil en áfram verða dálítil él norðaustanlands. Hiti verður í kringum frostmark yfir daginn.

Vestlæg eða breytileg átt, 5 til 13 m/s, verður annað kvöld og þykknar upp vestanlands en styttir upp vestra.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert