Máttu afturkalla heimild fyrir notendalaust kerfi

Yellow Mobile tók þátt í útboði á tíðniheimildum árið 2017 …
Yellow Mobile tók þátt í útboði á tíðniheimildum árið 2017 og fékk slíkar úthlutaðar. Ekkert varð þó að raunverulegri uppbyggingu innan gefins frests og engir viðskiptavinir voru að þjónustunni. AFP

Fjarskiptastofa mátti afturkalla tíðniheimildir hollenska fjarskiptafyrirtækisins Yellow Mobile B.V. sem hafði árið 2017 fengið tíðniheimildirnar úthlutaðar eftir útboð. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, en Yellow Mobile kærði ákvörðun Fjarskiptastofnunar frá því árið 2019.

Eitt af skilyrðum fyrir úthlutun tíðniheimilda fyrir net- og símatæki er að fyrirtækið hefji fjarskiptaþjónustu innan eins árs frá útgáfu heimildarinnar. Þá þurfi tíðniafnot að vera skilvirk og góð.

Settu upp einn sendi

Eftir eitt ár var engin fjarskiptaþjónusta í boði, en eftir ítrekuð samskipti milli fyrirtækisins og Fjarskiptastofu kom Yellow Mobile hins vegar aðeins komið upp einum sendi í Ármúla.

Taldi fyrirtækið að ákvörðunin um afturköllunina hefði verið undirbúin á ófullnægjandi hátt. Fjarskiptastofa hafi ekki rannsakað starfsemina nægjanlega og þá brjóti afturköllunin meðalhófsreglu með vísan í mun lengri tíma sem Fjarskiptastofa gaf 365 miðlum á sínum tíma í öðru máli um tíðnisvið.Þá hafi fyrirtækið ekki fengið viðeigandi leiðbeiningar frá Fjarskiptastofu og unnið hafi verið að því að koma upp fjarskiptaneti.

Engir notendur að kerfinu

Fjarskiptastofa sagði hins vegar að rannsókn þess hefði verið góð og meðal annars leitað upplýsinga hjá Símanum sem átti að sjá um uppbyggingu kerfisins. Þá væru engir notendur komnir að þjónustunni og það væri í engu samræmi við skilmála um að skilvirka notkun og almennt framboð.

Ljóst væri að kerfið væri langt frá því að geta gagnast neytendum og því væri Þá hafi Yellow Mobile ítrekað verið veittir frestir og upplýst um að vanefndir gætu leitt til afturköllunar.

Dómurinn féllst ekki á málaforsendur Yellow Mobile. Segir þar að rannsókn Fjarskiptastofu hafi ekki verið ábótavant og að rúmur tími hafi gefist til endurbóta. Þá er tekið fram að mál 365 miðla hafi verið allt annars eðlis og þar hafi verið um að ræða fyrirtæki með fjölda viðskiptavina en ekki notendalaust kerfi.

„Engin þjónusta var í boði

Gaf dómurinn einnig lítið fyrir að kerfið væri orðið nothæft með einum sendi. „Sú staðreynd að stefnandi hafi verið búinn að kveikja á einum sendi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, verður ekki talin fullnægja skilyrðum tíðniheimildarinnar og var auk þess ekki í samræmi við uppbyggingaráætlun stefnanda sjálfs sem hann hafði látið stefnda í té. Hinn 7. júlí 2019 lá því fyrir að engin þjónusta var í boði af hálfu stefnanda eða notuð af endanotendum eins og kveðið var á um í tíðniheimildinni og skilmálunum og þar með engar forsendur til að úthluta til stefnanda farsímanúmerum.“

Er Fjarskiptastofa því sýknuð af kröfu Yellow Mobile og afturköllunin sögð lögmæt. Yellow Mobile er jafnframt gert að greiða Fjarskiptastofu eina milljón í málskostnað.

mbl.is