Samstaða innan ríkisstjórnarinnar um afléttingaráætlun

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Unnur Karen

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- nýsköpunarráðherra, segir fullkomna samstöðu ríkja um ákvörðun heilbrigðisráðherra um afléttingar sóttvarnaaðgerða í tveimur skrefum, sem hefjast á miðnætti. 

Þórdís er á meðal þeirra sem kallað hafa eftir algjörum afléttingum takmarkana innanlands og skrifaði meðal annars aðsenda grein í Morgunblaðið um helgina þar sem hún sagðist vilja „stíga skrefið“.

Hún segir að ekki hafi þurft að ræða málið í þaula innan ríkisstjórnarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert