Sat á bögglaberanum hjá honum á milli fjarða

Sesselja og Finnbogi saman á Sólvangi í Hafnarfirði í gær, …
Sesselja og Finnbogi saman á Sólvangi í Hafnarfirði í gær, þar sem þau búa núna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum bæði Vestfirðingar, ég frá Hnífsdal en hann frá Dýrafirði, og þegar við vorum ung voru einstaka sinnum böll í Hnífsdal. Þar hitti ég Finnboga í fyrsta sinn, við fórum að dansa saman og hann vildi endilega hitta mig aftur. Síðan hefur þetta haldist, hann hefur alltaf staðið fyrir sínu,“ segir Sesselja E. Þorvaldsdóttir, en hún og maður hennar, Finnbogi Jónasson, fagna 75 ára brúðkaupsafmæli í dag.

Aðeins er vitað um fimm önnur íslensk hjón sem hafa náð þeim áfanga. Finnbogi og Sesselja voru gefin saman í hjónaband í Önundarfirði 19. október 1946 en þau höfðu trúlofað sig tveimur árum áður, í maí 1944, þegar þau voru bæði 19 ára. Finnbogi er orðinn 97 ára, en Sesselja er 96 ára.

Þau hófu sinn búskap á Flateyri og eignuðust þar fyrstu tvö börnin sín, synina Reyni og Þorvald. Litla fjölskyldan fluttu suður í Kópavog árið 1953 og þar bættist þriðja barnið við, dóttirin María. Finnbogi lærði húsasmíði og starfaði við sitt fag alla tíð og var m.a. við byggingu Landspítalans. Sesselja hefur verið við hin ýmsu störf í gegnum tíðina, en báðum auðnaðist heilsa til að vera á vinnumarkaði þar til þau urðu sjötug. Líkt og hjá öðrum hafa skipst á skin og skúrir í lífi þeirra hjóna, þeirra stærsti harmur var að missa son sinn, frumburðinn Reyni þegar hann var aðeins 29 ára, en hann fékk krabbamein.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert