Sigmundur vill að „starfsstjórnin“ grípi inn í

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina verða að koma í veg fyrir sölu á grunn- og fjarskiptaneti landsins, þar sem þingið hafi ekki komið saman og geti þar af leiðandi ekki gripið inn í.

Þetta skrifar Sigmundur í færslu á Facebook og vísar til ríkisstjórnarinnar sem starfsstjórnar.

Síminn tilkynnti í gær að fyrirtækið væri langt komið með sölu á dótturfélaginu Mílu, sem sér um upp­bygg­ingu og rekst­ur innviða fjar­skipta á landsvísu.

Ekki gert svo hægt væri að selja kerfið til útlanda

„Þegar ákveðið var að stjórnvöld myndu styðja við ljósleiðaravæðingu landsins gerðum við það ekki til að svo væri hægt að selja allt kerfið til útlanda. Engin þróuð þjóð vill missa eigið fjarskiptakerfi og upplýsingarnar sem um það flæða úr landi,“ segir í færslunni.

Í samtali við mbl.is í gær sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að málið væri til umræðu á vettvangi þjóðaröryggisráðs.

mbl.is