66 smit innanlands – 27 óbólusettir

Frá skimun á Egilsstöðum.
Frá skimun á Egilsstöðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greindust 66 með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn. Þar af voru 27 óbólusettir. Þetta kemur fram á Covid.is. 38 manns voru í sóttkví við greiningu. 

592 eru núna í einangrun, sem er fjölgun um 30 frá því í gær. 1.439 eru í sóttkví, sem eru 125 færri en í gær. 

Eins og greint var frá fyrr í morgun eru 8 á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu.

Átta smit greindust á landamærum, þar af voru tveir óbólusettir. Sjö smitanna voru virk og einn var með mótefni. 

Tekin voru 2.842 sýni, þar af 1.078 hjá fólki með einkenni. 

Á höfuðborgarsvæðinu eru núna 410 í einangrun, sem er fjölgun um 34 á milli daga. Á Norðurlandi eystra eru 76 í einangrun, sem eru 11 færri en í gær. 

mbl.is