Miklar tafir vegna framkvæmda og umferðarslyss

Miklar tafir sköpuðust á Vesturlandsvegi í dag vegna framkvæmda.
Miklar tafir sköpuðust á Vesturlandsvegi í dag vegna framkvæmda. Skjáskot/Vefmyndavél Vegagerðarinnar

Mikil örtröð hefur skapast á Vesturlandsvegi vegna framkvæmda og umferðaróhapps. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er um að ræða fjögurra eða fimm bíla árekstur á framkvæmdasvæðinu og slasaðist enginn alvarlega. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að tveir hefðu verið fluttir af vettvangi með minniháttar meiðsli.

Fyrr í dag hafði akreinum á Vesturlandsvegi til vesturs verið lokað og hjáleiðir settar upp en verið er að fræsa ramp milli Víkurvegar og Vesturlandsvegar. Voru því miklar tafir á umferð áður en slysið varð.mbl.is