Sif Jóhannsdóttir nýr rekstrarstjóri Aton.JL

Sif Jóhannesdóttir starfaði áður sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu.
Sif Jóhannesdóttir starfaði áður sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu. Ljósmynd/Aðsend

Samskiptafélagið Aton.JL hefur ráðið Sif Jóhannsdóttur sem rekstrarstjóra fyrirtækisins en hún hafði áður starfað innan þess sem ráðgjafi. Sif vann áður sem verkefnastjóri útgáfu hjá Forlaginu auk þess að sinna kynningu og sölu á verkum íslenskra höfunda erlendis.

Sif tekur sæti í framkvæmdastjórn félagsins en hún er búin að vinna hjá Aton.JL síðastliðin tvö ár. Sif útskrifaðist með MBA-gráðu úr Háskólanum í Reykjavík árið 2018 en hún er auk þess með BA-gráðu í frönsku og bókmenntum frá Háskóla Íslands. 

„Framundan eru mörg krefjandi verkefni og tækifæri hjá Aton.JL. Samskipti eru og verða eitt helsta sóknartækifæri fyrirtækja og þar er Aton.JL leiðandi og ætlar að vera áfram. Því er það okkur mikill fengur að fá Sif í framkvæmdastjórn okkar þar sem þekking hennar og reynsla mun styðja við framþróun okkar og vöxt“, er haft eftir Ingvari Sverrissyn, framkvæmdastjóra Aton.JL. í tilkynningu um ráðninguna. 

mbl.is