Loftbrú til að koma bók Láru og Ljónsa til landsins

Bækur Birgittu hafa notið fáheyrðra vinsælda síðustu ár.
Bækur Birgittu hafa notið fáheyrðra vinsælda síðustu ár. mbl.is

Bókaunnendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að grípa í tómt þegar kemur að því að kaupa vinsælustu titlana í jólabókaflóðinu. Þetta segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, í kjölfar frétta af því að jólavörur kunni að berast seint til landsins í ár og jafnvel ekki fyrr en á nýju ári.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Þegar tók að skýrast hversu erfitt yrði um vik hvað varðaði flutninga til landsins kom ekki annað til greina í mínum huga en að sjá til þess að bókin yrði á borðum landsmanna. Þar sem samgöngur milli landa virðast ótryggar brugðum við á það ráð að flytja hluta af jólabókum Forlagsins til landsins með flugi. Þannig streyma nú nýprentaðar bækur til landsins,“ segir Egill.

Undir venjulegum kringumstæðum eru bækur fluttar til landsins með skipum hvaðanæva úr heiminum. Sá háttur er áfram hafður á um bækur sem fluttar eru hingað frá öðrum löndum í Evrópu en erfiðara er um vik þegar um lengri leið þarf að fara. „Einna erfiðast hefur verið að tryggja eðlilegar samgöngur milli Kína og Íslands. Þannig flytjum við nú þúsundir eintaka nýrrar söngbókar Birgittu Haukdal með hraðsendingum í flugi,“ segir framkvæmdastjórinn.

Bækur Birgittu hafa notið fáheyrðra vinsælda síðustu ár og útgáfa á söngbókinni helst í hendur við jólasýningu Þjóðleikhússins um þau Láru og Ljónsa sem frumsýnd verður 13. nóvember. Segir Egill að það varði næstum við þjóðarhag að tryggja að bókin berist hingað til lands í tæka tíð enda muni þúsundir barna sjá sýninguna og eflaust vilja margir fá að spreyta sig á lögunum þegar heim er komið. „Einhverra hluta vegna koma samt bara 400 eintök með hverri vél svo það má segja að það sé búið að setja upp loftbrú til að koma þeim Láru og Ljónsa til landsins,“ segir Egill.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »