66 ný smit – 42 utan sóttkvíar

Þolinmóðir Akureyringar bíða eftir skimun.
Þolinmóðir Akureyringar bíða eftir skimun. mbl.is/Margrét Þóra

66 innanlandssmit kórónuveiru greindust í gær, þar af 42 utan sóttkvíar. 38 af þeim sem greindust smitaðir voru fullbólusettir við greiningu en 28 óbólusettir. Sjö liggja nú á spítala en enginn á gjörgæslu. 

6 kórónuveirusmit greindust við landamærin í gær. Þau voru öll virk. Í fimm tilvikum greindust fullbólusettir einstaklingar en í einu tilviki var um að ræða óbólusettan einstakling.

Rétt rúmlega 2.000 sýni voru tekin í gær. Hlutfall jákvæðra einkennasýna var í kringum 6% en jákvætt hlutfall annarra sýna var öllu lægra.

Flestir smitaðir á aldrinum 30 til 39 ára

Nýgengi innanlandssmita stendur nú í 187,1 en landamærasmita í 18,5.

Þá eru 653 í einangrun, 1.418 í sóttkví og 255 í skimunarsóttkví. 

Flestir þeirra sem eru í einangrun eru á aldrinum 30 til 39 ára en 130 manns á þeim aldri sæta nú einangrun. Næstflestir eru í aldurshópnum 6 til 12 ára eða 127. 

Mest er um smit á höfuðborgarsvæðinu en þar eru 462 í einangrun. 68 eru í sömu stöðu á Norðurlandi vestra.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert