Aukin hætta talin á gagnaleka

Tölvuþrjótar komu tvisvar fyrir spilliforriti en í lok ágúst var …
Tölvuþrjótar komu tvisvar fyrir spilliforriti en í lok ágúst var spilliforrit á póstþjónum HR í að minnsta kosti fjóra daga og í síðustu viku í tæpan sólarhring. Ljósmynd/HR

Greiningarvinna eftir tölvuráras á póstþjón HR í síðustu viku bendir til þess að hætta sé á því að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta starfsmanna að hluta eða í heild. Enn er þó ómögulegt að segja hvort það sé raunin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum.

Í byrjun júní voru póstþjónar HR á lista yfir póstþjóna með tilekinn veikleika og líklegt að sá veikleiki hafi verið notaður til þess að komast inn á þjóninn. 

Tölvuþrjótar komu tvisvar fyrir spilliforriti en í lok ágúst var spilliforrit á póstþjónum HR í að minnsta kosti fjóra daga og í síðustu viku í tæpan sólarhring. 

Búið er að leita að samskonar spilliforritum á öllum öðrum netþjónum og kerfum HR og hafa engin merki fundist annarsstaðar en í póstþjónunum tveimur.

Þótt þessar upplýsingar virðast benda til þess að það horfi nú til verri vegar þá segja sérfæðingar að í raun hafi lítið breyst varðandi líkur að því að um hafi verið að ræða gagnaleka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert