Endaði í átökum

Líkamsárásin var framin í Hafnarfirði.
Líkamsárásin var framin í Hafnarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás við fjölbýlishús í Kópavogi um klukkan hálf eitt í nótt. Átök brutust út eftir að íbúi hafði afskipti af manni sem virtist hafa brotið rúðu. Áverkar mannanna eru minniháttar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Afskipti voru höfð af nokkrum einstaklingum vegna vörslu, sölu og/eða dreifingu fíkniefna í gærkvöldi og í nótt. 

Reiðhjólaslys varð í miðbænum laust eftir klukkan eitt í nótt þegar maður hjólaði niður Bankastræti á mikilli ferð, fór yfir Lækjargötu og klessti á steinstólpa við Lækjartorg. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Landspítala til aðhlynningar. Hann hlaut áverka í andliti.

mbl.is