Rannsókn fellur vel að fyrri vitneskju

Gísli Sigurðsson.
Gísli Sigurðsson. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þessi rannsókn fellur vel að fyrri vitneskju okkar um Vínlandsferðirnar fyrir um þúsund árum,“ sagði Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á grein í vísindatímaritinu Nature þar sem sýnt er fram á að minjar um veru norrænna manna á Nýfundnalandi eru frá árinu 1021. Greinarhöfundar byggja ártalið á rannsókn á trjáhringjum í timbrinu á staðnum. Gísli segir rannsóknina hjálpa til við túlkun hinna fornu íslensku ritheimilda um Vínlandsferðirnar.

Hann segir að Ólafur Halldórsson handritafræðingur hafi fyrir nokkrum áratugum bent á að Vínlandsferð Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur hafi getað verið farin um 1020.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert