Rannsókn staðið yfir í tæpa fjóra mánuði

Herdís segir að sú hjálp hafi ekki verið þörf í …
Herdís segir að sú hjálp hafi ekki verið þörf í byrjun þar sem lögregla hafi verið að safna almennum upplýsingum um slysið. mbl.is/ Margrét Þóra Þórsdóttir

Rannsókn lögreglunnar á hoppukastalaslysinu sem átti sér stað 1.júlí á Akureyri stendur enn yfir tæpum fjórum mánuðum síðar.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri vildi ekki tjá sig um rannsókn málsins í dag eða hvenær búist sé við að henni ljúki. Því er enn óljóst hver endanleg niðurstaða verður í málinu.

Herdís Storgaard, verk­efna­stjóri hjá Miðstöð slysa­varna barna, sagðist í samtali við mbl.is í sumar hafa boðið lögreglunni á Akureyri aðstoð við rannsókn málsins þar sem hún þekki öryggisstaðlana sem stuðst er við í tengslum við starfsleyfi hoppukastala.

Blaðamaður heyrði í Herdísi og gat hún heldur ekkert sagt um stöðuna á rannsókninni, hún segir að sín aðkoma að þessu máli hafi í raun verið að aðstoða lögreglu varðandi þekkingu á tæknibúnaði og hvaða kröfur hann ætti að uppfylla.

Þeirrar hjálpar hafi ekki verið þörf í byrjun þar sem lögregla hafi verið að safna almennum upplýsingum um slysið. Bætir hún við að þegar málið komist á það stig muni lögreglan væntanlega hafa samband við hana aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert