Segir presta uggandi um störf sín

Frá fermingu í Víðistaðakrikju í Hafnarfirði. Myndin er úr safni.
Frá fermingu í Víðistaðakrikju í Hafnarfirði. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Urgur er í prestum yfir nýjum tillögum um að tímabundin stöðvun nýráðninga til starfa hjá Þjóðkirkjunni-Biskupsstofu verði framlengd og að ráðist verði í hagræðingu á mannahaldi þjóðkirkjunnar, m.a. með fækkun presta og sameiningu prestakalla.

Þetta segir séra Ninna Sif Svavarsdóttir, sóknarprestur í Hveragerðisprestakalli og formaður Prestafélagsins, í samtali við Morgunblaðið.

Hlaupa ekki í önnur störf

Tímabundin stöðvun nýráðninga, sem var samþykkt á aukakirkjuþingi 21. janúar síðastliðinn og ætlað að sporna við halla í rekstri þjóðkirkjunnar, er strax farin að hafa áhrif á starfsemina, að sögn Ninnu.

„Nú þegar hafa nokkrir prestar látið af störfum og ekki verið ráðið í þeirra stöður. Fyrirséð er að enn fleiri prestar muni láta af störfum á næstu vikum og verða væntanlega engir aðrir ráðnir í þeirra stað heldur,“ segir hún. „Prestar eru auðvitað hræddir um að þurfa hlaupa hraðar fyrir sömu laun og að þeir nái ekki að halda uppi þjónustustigi kirkjunnar.“

Þá séu prestar einnig háðir þjóðkirkjunni þegar kemur að atvinnumöguleikum. „Fólk er auðvitað uggandi um þessi störf. Við sækjum ekki um vinnu annars staðar.“

Ekkert sé sjálfsagt við það að kirkjan ætli sér að rétta hallarekstur af með því að fækka prestum, að sögn hennar. „Því að í kirkjusamkomulaginu, sem er grundvöllurinn að samkomulagi um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju, er gert ráð fyrir því að langstærstur hluti fjármagns til kirkjunnar fari í launagreiðslur til presta,“ segir Ninna ennfremur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert